Hér er munstrið úr hinum vinsælu peysum Rúrí, Rúrik og Rúriku notað í þessa skemmtilegu vettlinga og kraga útfærslu.
Kraginn er einfaldur í prjóni og upplagt fyrir byrjendur í munsturprjóni að spreyta sig á honum og síðan er upplagt að prjóna vettlingana í framhaldi af því.
Vettlingar
STÆRÐIR S/M L
Ummál belgs: 21 cm 22.5 cm
Lengd belgs: 19.5 cm 22 cm
Kragi
EIN STÆRÐ
Ummál kraga: 64 cm
EFNI
Saga Wool frá Icewear Garn, 50 g (100 m/ 109 yd)
Litur 1: 9001-0001
Magn: 150 g
Litur 2: 9001-9059
Magn: 100 g
PRJÓNFESTA
10X10 cm = 20 lykkjur og 20 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr. 4.5.
Prjónar
Hringprjónar nr 4 og 4.5, 40/60 cm
Sokkaprjónar nr. 4 og 4.5
AÐFERÐIR
Vettlingar: Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með 5 sokkaprjónum. Byrjað er á því að prjóna stroff; 1 L sl, 1 L br. Belgurinn er prjónaður með tvíbanda munsturprjóni.
Kragi: Kraginn er prjónaður í hring með 40 eða 60 cma löngum hringprjóni. Byrjað er á stroffi; 1 L sl, 1 L br og síðan er tekur við tvíbanda munsturprjón og að lokum stroff.