Um okkur

 

Fyrirtækið

Rekstur Drífu ehf nær aftur til ársins 1972 og byrjaði í upphafi sem prjónastofa á Hvammstanga og hefur því verið starfandi í verslunar- og heildsölurekstri og framleiðslu á fatnaði í nær 50 ár. Eigandi Drífu er Ágúst Þór Eiríksson sem kom inn í fyrirtækið árið 1984 en í dag er fyrirtækið þekktast undir nafni Icewear sem er aðal vörulína fyrirtækisins.

Í upphafi var áhersla á framleiðslu á fatnaði úr íslenskri ull til heildsölu á Íslandi en einnig til útflutnings. Markmiðið frá upphafi hefur verið að vöruframboð hafi tengingu við Ísland og uppfylli eftirspurn ferðamanna.

Árið 2010 voru kaflaskil þegar fyrirtækið opnaði sína fyrstu smásöluverslun undir nafni Icewear í Þingholtsstræti í Reykjavík. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er aukin áhersla á eigin verslanir sem eru orðnar fjölmargar, vefverslun en um leið heildsölu eins og verið hefur frá upphafi.

Starfseminni í dag má skipta upp í tvo megin flokka sem eru hönnun, framleiðsla og sala á útivistarfatnaði, ullarvörum og fylgihlutum undir nafni Icewear annars vegar og sölu og dreifingu á gjafavöru og minjagripum undir merkjum Icemart hins vegar. Fjöldi starfsfólks Icewear hefur verið á bilinu 120-150 manns undanfarin ár.

Verslanir

Verslanir Icewear eru í dag tuttugu talsins og eru þær hver með sínu sniði og eru opnar undir merkjum Icewear, Icewear Magasín, Icemart, Arctic Explorer og Woolhouse. Verslanirnar eru staðsettar í Reykjavík, á Akureyri og í Vík í Mýrdal. Einnig rekur Drífa þjónustumiðstöðvar fyrir farþega skemmtiferðaskip á Skarfabakka og á Akureyri sem og veitingasölu og verslanir í þjónustumiðstöð og Gestastofu í Þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Icewear starfrækir heildverslun og vefverslun sem þjónustar viðskiptavini víða um heim. Þá rekur fyrirtækið einnig þjónustu- og verslunarmiðstöðina Icewear Magasín í Vík í Mýrdal þar sem hýsir Icewear, Icemart og Woolhouse, veitingastaði, kaffihús, matvöruverslun og almenna þjónustu fyrir ferðamenn sem eiga leið hjá.

Fatnaður

Icewear útivistarfatnaðurinn er hannaður af hönnunardeild Icewear á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður.

Útivistarlínan samanstendur af tæknilegum útivistarfatnaði fyrir margbreytilegt íslenskt veðurfar og harðgert landslag þar sem nauðsynlegt er að geta brugðist rétt við mismunandi aðstæðum.

Ullarlínan samanstendur af breiðu úrvali af fatnaði og fylgihlutum bæði með þjóðlegri íslenskri tengingu eins og t.a.m. lopapeysan og ullarsokkar, ásamt vörum með norrænum áhrifum en einnig er úrval sígildum og almennum ullarvörum.

Icewear leggur áherslu á fjölbreytileika og breiða vörulínu á sanngjörnu verði sem þjónar sem flestum.

Minjagripir

Minjagripadeild Icewear hefur um árabil boðið upp á eitt mesta úrval landsins af minjagripum, gjafavörum og öðrum tengdum vörum til sölu í heildsölu og í eigin verslunum undir nafninu Icemart. Mikill meirihluti viðskiptavina með minjagripi eru erlendir ferðamenn og þekking Icemart á þeim markaði er mikil.

Þjónustumiðstöðvar

Icewear hefur um árabil rekið þjónustumiðstöð Skarfabakka með góðum árangri og hefur því mikla reynslu af slíkum rekstri, en þar sem tekið er á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem koma til Reykjavíkur og einnig þjónustumiðstöðina við Akureyrarhöfn. Drífa rekur verslunar- og þjónustumiðstöð Icewear Magasín í Vík í Mýrdal sem er einn fjölmennasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi og einnig veitingasölu og verslanir í þjónustumiðstöð og Gestastofu Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Stjórnendur

Fyrir Drífu starfar reynslumikið fólk á sviði framleiðslu, verslunar og þjónustu.

Eigandi Drífu ehf er Ágúst Þór Eiríksson.

Stjórnendur Icewear Drífu ehf eru:
Aðalsteinn Pálsson, Framkvæmdastjóri
Aðalsteinn er viðskiptafræðingur og hefur starfað í smásölurekstri í yfir 25 ár.

Vilborg Jónsdóttir, Fjármálastjóri

Einar Gunnþórsson, Sölu- og framleiðslustjóri
Einar hefur starfað hjá Drífu í rúm 29 ár og hefur mikla þekkingu á ferðamannamarkaðnum á Íslandi.