Skilaréttur

Skilafrestur á nýjum vörurm er 30 dagar frá kaupum í verslun eða afhendingu úr vefverslun.

Vara skal vera í upprunalegu ástandi, þ.e. ónotuð, óþvegin og allar merkingar eða umbúðir fylgi.

 

Vöruskil í verslunum (Verslað í búð)

Hægt er að skila vörum, sem eru í upprunalegu ástandi, innan skilafrests í aðra vöru eða inneignarnótu. Miðað skal við gildandi verð í verslun. Nauðsynlegt er að sýna kassakvittun eða skiptimiða.

  • Útsöluvöru/Outletvöru fæst hvorki skilað eða skipt.
  • Nærfatnaði/sundfatnaði fæst hvorki skilað eða skipt.

 

Vöruskil í vefverslun ( Verslað í netverslun)

Vörukaup í vefverslun fást bakfærð sé vörum skilað innan skilafrests, gegn framvísun pöntunarstaðfestingar og að vörur séu í upprunalegu ástandi. Kaupandi ber ábyrgð á að greiða endursendingargjald við vöruskil. Icewear áskilur sér rétt til að endursenda vöru á kostnað til kaupanda uppfylli vara ekki skilyrði um vöruskil.

 

Vöruskil í verslunum ( Verslað í netverslun)

Vörum úr vefverslun fæst einnig skilað í verslunum Icewear í aðra vöru, inneignarnótu eða gegn endurgreiðslu. Starfsfólk í verslun aðstoðar við að fylla út skilaform á staðnum og bakfærsla er framkvæmd innan fjögurra virkra daga. Hægt að skila vörum sem keyptar eru vefverslun í öllum verslunum Icewear. Hér má sjá lista yfir Icewear verslanir.

 

Skil með póstsendingu (netverslun)

Heimilsfang fyrir vöruskil í pósti:
Icewear – returns
Íshella 1
221 Hafnarfirði

Please fill out this return PDF

Mikilvægt að fylla út þetta skjal með eftirfarandi upplýsingum og senda með skilum. Handskrifa ef annað er ekki hægt.

  • nafn viðskiptavinar eins og það kemur fram á pöntun
  • pöntunarnúmer (mikilvægt)
  • aðrar upplýsingar sem við eiga

 

 

 

Gallaðar vörur

Hægt er að skipta/skila gallaðri vöru í allt að eitt ár frá kaupum gegn framvísun kassakvittunar.

Leitast skal við að lagfæra galla sé það möguleiki en annars skal skipta í sambærilega vöru. Sé sambærileg vara ekki til, er gölluð vara endurgreidd. Galli telst ekki vera tjón sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, eðlilegu sliti eða litatapi sem á sér stað sökum aldurs eða notkun á vörunni. Hafi viðskiptavinur grun um galla í vöru má senda fyirspurn á support[at]icewear.is, eða fara með vöru í verslun þaðan sem vara er send í mat á galla.

Icewear metur hvort og þá með hvaða hætti endursending fer fram og ber þann kostnað en þó ekki sé því verklagi ekki fylgt.

Endurgreiðsla á gölluðum vörum miðast við upprunalegt kaupverð og skal vera í sama formi og upprunaleg greiðsla en þó alltaf rafræn.