Sent heim eða sótt í verslun

Þegar vara er pöntuð á netinu eru gefnir upp valmöguleikar sem leyfa þér að velja á milli þess að fá vöruna senda heim, eða sækja vöru í verslun. Ef valið er að sækja vöruna þá er hægt að sækja pöntunina í Icewear Magasín á Laugavegi 91. Pöntun er tilbúin til afhendingar í verslun 2-4 virkum dögum eftir að pöntun berst og er geymd að hámarki í tvær vikur. Icewear sendir staðfestingarpóst þegar það má sækja pakann.

Ef valið er að fá vöruna senda heim innanlands er varan send með Íslandspósti. Við gerum okkar besta við að afgreiða pantanir sólarhring eftir að þær berast. Ef pantað er eftir hádegi á föstudegi er sú pöntun afgreidd á næsta mánudag.

Sendingarkostnaður og afhendingartími

Sendingar innanlands berast heim að dyrum fyrir 2.150 kr. eða í póstbox fyrir 1.550 kr. Afhendingartími pakka tekur yfirleitt 1-3 virka daga.

Vinsamlegast hafðu samband við starfsfólk vefverslunar Icewear í gegnum vefpóst [email protected] ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi flutningsleiðir.