FJARA sokkar eru hlýir og góðir ullarsokkar sem ná hátt upp á kálfa og eru tilvaldir fyrir kalda íslenska vetrardaga. Sokkarnir eru prjónaðir ofan frá og niður að tá og eru með Halldóruhæl. Munstur er prjónað samkvæmt munsturmyndum á bls 3 og 4.
Í sokkunum eru notaðar mismunandi stærðir af prjónum eftir því hvaða stærð af sokkum er verið að prjóna. Því stærri prjónar, því víðari verður sokkurinn.
EFNI
Saga Wool (50g/100m), 100% ull.
Aðallitur: #1151, 100 - 100 - 100 - 100 g
Aukalitur A: #1134, 50 - 50 - 50 - 50 g
Aukalitur B: #1000, 50 - 50 - 50 - 50 g
Aukalitur C: #2109, 50 - 50 - 50 - 50 g
PRJÓNFESTA
10X10 cm:
20 L og 22 umf í sléttu prjóni á prjóna nr. 4.5.
18 L og 20 umf í sléttu prjóni á prjóna nr. 5.
Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.
Prjónar
Stærð 34-36: Sokkaprjónar nr. 4.5
Stærð 37-39: Sokkaprjónar nr. 4.5
Stærð 40-42: Sokkaprjónar nr. 5
Stærð 43-46: Sokkaprjónar nr. 5
Aðferðir
Sokkarnir eru prjónaðir ofan frá og niður að tá og eru með Halldóruhæl. Munstur er prjónað samkvæmt munsturmyndum á bls 3 og 4.
Í sokkunum eru notaðar mismunandi stærðir af prjónum eftir því hvaða stærð af sokkum er verið að prjóna. Því stærri prjónar, því víðari verður sokkurinn.