Mjöll sokkar eru fallegir sokkar með löngu stroffi sem brotið er upp á og heldur þétt utan um ökklann. Ristin er skreytt með fjölbreyttu, einlitu munstri.
STÆRÐ
Skóstærðir 36-38 og 39-41
EFNI
Nordic frá Icewear Garn, 50 g (108 M/ 118 yd)
Litur: 9006-1000, 150 (150) g
PRJÓNFESTA
10X10 cm = 26 lykkjur og 38 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr. 3.
10X10 cm = 22 lykkjur og 30 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr 3.5.
Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.
Prjónar
Sokkaprjónar nr. 3 (3.5)
SKAMMSTAFANIR
sl = Slétt lykkja
br = Brugðin lykkja
L = Lykkja/lykkjur
prj. = Prjónið
Aðferðir
Sokkarnir eru prjónaðir ofan frá og niður að tá. Byrjað er á 14 cm stroffi; 2 L sl, 2 L br og síðan eru þeir prjónaðir með munsturprjóni. Hælstallur er prjónaður fram og til baka samkvæmt munsturbekk 1 og úrtaka er gerð við tá. Hvor stærð nær yfir þrjár skóstærðir.