Macro peysan sækir litbrigði sín í svokallaða macro-ljósmynd af fiðrildavæng, þar sem sjá má hvernig litríkar smáflögur mynda heildarmynstrið.
Stærðir
1 2 3 4 5 6
Yfirvídd: 84 96 108 120 132 144 cm
Lengd á bol, frá handvegi: 28 29 30 31 32 33 cm
Ermalengd, frá handvegi: 40 40 41 41 42 42 cm
Efni
Mohair Silk frá Icewear Garn, 65% Mohair, 35% Silk, 25g (250 m/ 273 yd)
Litur 1: #9016-1005/01, 75 g
Litur 2: #9016-8001/01, 75 g
Litur 3: #9014-9066, 75 g
Prjónar
Hringprjónn nr 4-5 (40 og 80 cm langir)
Prjónfesta
10 x 10 cm = 23 L og 24 umferðir
Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.
Peysan er prjónuð ofan frá og skipt í ermar og bol að loknu berustykki. Berustykkið inniheldur útaukningar sem falla inn í myndflötinn. Ermar og bolur eru án útaukninga eða úrtöku.