Þessi húfa byggir á Kameljón lopapeysunni og býður upp á sömu möguleika til skreytinga og breytinga. Tvær útgáfur eru sýndar, annars vegar venjuleg húfa og hins vegar með böndum undir hökuna.
Garn Grunnlitur: Double Saga frá Icewear garn (100g/100m) 1 dokka.
Mynsturlitir: Saga Wool frá Icewear garn eða sambærilegt (50g/100m), gjarnan afgangar.
DK grófleiki í barnahúfu.
Prjónar
7 mm í meginflötinn, 6 mm í stroff. Gott að nota hringprjón og magic-loop. Athugið að aðlaga prjónastærð að garntegund fyrir barnastærð.
Prjónfesta Í sléttu prjóni í hring: 14 lykkjur og 18 umferðir gera 10cm (Double Saga)
Stærð Minni (M/kvenna), Stærri (L/karla), Minni-band, Stærri-band
Aukahlutir Stoppnál, heklunál ef vill (5mm eða sem hæfir garni)
Aðferð
Byrjað er að prjóna við stroffið og síðan er mynsturteikningu fylgt allt til síðustu lykkju. Ef gert er band undir hökuna er stroffið prjónað fram og til baka og síðan fitjað upp á auka-mynsturkafla til að móta hnakkann. Bandið má ýmist hekla eða prjóna sem snúru.