Alva er litrík og skemmtileg peysa með nokkurs konar aðlöguðum laskaermum.
Garn
Nordic frá Icewear garn, 100% merino ull (100m/50g).
Litir Magn
1 2 3 4 5
A: Dökkbrúnt - 9165 60 65 70 75 80
B: Hvítt - 1000 60 65 70 75 80
C: Dökkgrátt - 1151 60 65 70 75 80
D: Bleikbrúnt - 2141 70 75 80 85 90
E: Gulbrúnt - 9155 85 90 95 105 110
F: Ljósgrátt - 1139 75 80 85 90 100
G: Drapplitað - 9910 45 50 50 55 60
H: Ljósbrúnt - 9063 40 45 45 50 55
Prjónastærð
Hringprjónar nr. 5
Sokkaprjónar nr. 5 eða magic loop.
Fyrir snúrukanta eru notaðir prjónar nr 4.5
Prjónfesta
10x10 = 19 L 23 umferðir mælt í sléttu prjóni í hring
Stærðir: 1 2 3 4 5
Yfirvídd/brjóst: 88 - 103 - 118 - 133 - 147 cm
Berustykki (miðja fram): 17 - 19 - 22 - 26 - 30 cm
Ummál ermar: 29 - 29 - 37 - 44 - 52 cm
Sídd frá handvegi (*): 34 -34 - 34 - 34 - 34 cm
Ermalengd frá handvegi(*): 38 - 39 - 40 - 41 - 42 cm
(*)Tölur í töflu eru tillögur. Sídd frá handvegi og á ermum ræðst talsvert að því hvernig mynstrið gengur upp, hver kafli er ca 8 cm. Hægt er að lengja einlita kaflann neðst t.d. ef mynstureiningarnar ganga ekki upp í þá sídd sem óskað er, eða fjölga/fækka mynstureiningum.
Aðferðir
Alva er prjónuð í hring ofan frá og niður með svokallaðri “contiguous sleeve method” sem er nk. aðlöguð laskaermi. Fyrst er einungis aukið út á fram - og bakstykki, síðan eingöngu á ermum og loks bæði í einu. Útkoman líkist ísettri ermi og í þessu tilfelli verður fallegt litaspil að auki. Snúrukantar (I-cord) eru í hálsmáli, fremst á ermum og neðst á bol. Boðið er upp á tvær útfærslur á hálsmáli, þvert að framan (forsíðan) og lækkað að framan (rauðlita eintakið). Það þvera er allt prjónað í hring en hið lækkaða fram og til baka fyrstu 4-8 umferðirnar.