Mörg mynstur í náttúrunni endurtaka sig í ólíkum stærðarhlutföllum. Greinar á trjám eru dæmi um slík mynstur þar sem útlit þykkustu greinanna endurtekur sig í þeim grennstu. Stórt og smátt fylgir sama takti. Á vísindamáli heitir þetta fractal, sem er þýtt sem brotamynd eða broti. Að horfa á rákirnar sem myndast í sandinum í flæðarmálinu er þannig svipað því að horfa úr flughæð niður á víðfeðmar ár kvíslast yvir mun stærra svæði. Hér er komin herra útgáfa af mynstrinu sem áður hefur birst sem Fractal vesti og peysa.
Garn
Nordic frá Icewear garn, 100% merino ull (100m/50g). Liturinn á myndinn er 9006-9910.
Magn
470, 510, 550 (590, 630) 670, 710, 750 g
Prjónastærð
Hringprjónar nr. 4.5
Sokkarprjónar nr. 4.5 eða magic loop.
Prjónfesta
10 = 20 L í munsturprjóni
Stærðir: 1 2 3 4 5 6 7 8
Yfirvídd/brjóst: 96 - 104 - 112 - 120 - 128 - 136 - 144 - 152 cm
Berustykki (miðja fram): 25 - 23 - 24 - 25 - 26 - 27 - 28 - 29 cm
Ermavíddr: 32 - 34 - 36 - 38 - 40 - 42 - 44 - 46 cm
Sídd frá handvegi (framan): 36 -37 - 38 - 39 - 40 - 41 - 42 - 43 cm
Ermalengd frá handvegi: 48 - 49 - 50 - 51 - 52 - 53 - 54 - 55 cm
Aðferðir
Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Mynstrið byrjar á kraganum með frekar fínlegum rákum sem svo breikka með útaukningum og vindast hver um aðra eftir því sem neðar dregur. Að berustykki loknu er skipt í bol og ermar. Ermar þrengjast fram með úrtökum undir miðri ermi.