Í prjónahorninu mínu er lampi gerður úr ígulkeri sem ég get horft á tímunum saman. Að sjálfsögðu varð það smám saman að áráttu hjá mér að koma fegurð skeljarinnar í prjón. Peysan er í raun hugsuð eins og ígildi sjals, fyrir okkur sem fílum ekki alltaf að bera sjöl sem renna út af öxlunum. því er „sjórinn“ sem ígulkerið flýtur á úr léttu mohair en ekki eins þétt og berustykkið. Hönnun: Guðlaug Svala Kristjánsdóttir.
Stærðir 1 2 3 4 5 6 7
Yfirvídd/brjóst 103 113 123 133 143 153 163
Berustykki 23 24 25 26 27 28 29
Ummál ermar 34 39 43 48 52 57 61
Sídd frá handvegi* 26 27 28 29 30 31 32
Ermi frá handvegi* 30 30 31 31 32 32 32
Efni
Grunnlitur: Alpaca Silk
Mynsturlitir: Alpaca Silk
Bolur/ermar: Mohair Mix
Magn Grunnlitur: 50, 50 (55, 60, 65) 79, 75 g
Mynsturlitir: 1 hespa af hverjum lit (þarf mjög lítið af hverjum)
Mohair Mix: 70, 75 (85, 90, 95) 105, 110 g
Prjónar 3,5mm og 4mm, hringprjónar
Prjónfesta Í mynsturprjóni með berustykkisgarninu, í hring: 24 lykkjur og 32 umferðir gera 10x10cm
Í sléttu prjóni í mohairkaflanum, í hring: 18 lykkjur = 10cm
Aðferðir
Peysan er prjónuð ofanfrá og skipt í ermar og bol að loknu berustykki. Mynsturkaflinn í berustykkinu inniheldur útaukningar sem falla inn í myndflötinn. Ermar og bolur eru án útaukninga eða úrtöku