Garnið í þessari fallegu peysu er blanda af Alpaca silk og Mohair silk, hún er því undurmjúk og sparileg. Peysan er aðsniðin og því betra að velja stærri stærð ef hún á að vera laus.
Módelið á myndinni er stærð XS en klætt í stærð M.
Yfirvídd: 82 cm -88 cm - 94 cm - 100 cm - 106 cm - 112 cm
Lengd frá handvegi að uppfitjun: 33 cm -34 cm - 35 cm - 36 cm - 37 cm - 38 cm
Ermalengd frá handvegi: 39 cm -40 cm - 41 cm - 42 cm - 43 cm - 44 cm
EFNI
Alpaca Silk frá Icewear,
Magn: 200 - 200 - 250 - 250 - 300 - 300 g
Mohair Silk frá Icewear,
Magn: 100 - 100 - 125 - 125 - 150 - 175 g
Einnig er hægt að nota Saga mini eða Nordic mini í stað Alpaca silk.
PRJÓNAR
Hringprjónar nr 4, 40 og 80 cm langir Sokkaprjónar nr 4
Kaðlaprjónn
PRJÓNFESTA
10 x10 cm = 22 lykkjur og 28 umferðir prjónað með tveimur þráðum, einum þræði af Alpaca silk og einum þræði af Mohair silk, á prjóna nr 4.
AÐFERÐIR
Peysan er prjónuð í hring upp að V-hálsmáli og síðan er hún prjónuð fram og til baka þar til axlastykki hefur verið klárað. Að lokum er kantur meðfram V-hálsmáli prjónaður. Ermarnar eru prjónaðar í hring á fimm prjóna eða stuttan hringprjón.
Kaðlamunstur og úrtökur eru frekar flóknar og því hentar uppskriftin fyrir flinka prjónara.