Fanney er töff Peysa sem prjónuð er úr 3 tegundum af Icewear garni, hlý og flott peysa í skóla eða vinnu. Uppskriftin birtist áður í Lopa og bandi og er hönnuð af Margréti Lindu Gunnlaugsdóttur.
STÆRÐIR XS M
Yfirvídd 88 cm 100 cm
Bolsídd að handvegi 44 cm 46 cm
Ermalengd 48 cm 52 cm
EFNI
Í bol:
2 þræðir er notaðir saman í bol: 1 þráður af Alpaca Wool og 1 af Mohair Silk.
Alpaca Wool frá Icewear, 65% alpakka, 35% ull og
Litur E (lj. grátt): 150-200 g
Litur H (hvítt): 150-200 g
Mohair silk frá Icewear, 57% mohair, 13% ull og 30% silki.
Litur F (lj. grátt): 25-50 g
Litur K (hvítt): 25-50 g
Í ermar:
Saga Yrja frá Icewear, 80% ull, 20% polyester
Litur G (lj. grátt): 200-250 g
PRJÓNFESTA
10 x 10 = 16 lykkjur og 17 umferðir í tvíbandaprjóni (munstri) á prjóna nr 6
PRJÓNAR
Hringprjónar nr 4½, 40 og 60 cm
Hringprjónar nr 6, 80 cm langur, fyrir bol
Hringprjónar nr 4, 40 cm langur, fyrir rúllukraga
Sokkaprjónar nr 4½
AÐFERÐIR
Bolur er prjónaður í hring að hálsmáli, síðan fram og til baka. Klippt er fyrir handvegi.
Ermar eru prjónaðar í hring ofan frá og niður,