Bifukolla barna peysa knitting pattern
Barnaútgáfan af þessari skemmtilegu peysu sem tengir við íslenska náttúru.
Garn
Saga Wool frá Icewear garn, 100 ull (100m/50g).
Magn
Litur A 9004-6035: 4 -4 - 5 - 5 - 6 - 6 - 7 dokkur
Litur B 9004-9063: 1 - 1 - 1 - 1 - 1 - 1 -1 dokka
Litur C: 9004 -1000: 1 - 1 - 1 - 1 - 1 - 2 dokkur
Prjónastærð
Hringprjónar nr. 4 og 5 40 og 60/80 cm
Sokkaprjónar nr. 4 og 5
Prjónfesta
10x10 = 18 L og 24 umferðir á prjóna nr 5.
Stærðir
Mæling |
1 |
2 |
4 |
6 |
8 |
10 |
12 ára |
Yfirvídd á bol |
53 cm |
59 cm |
66.5 cm |
72 cm |
77.5 cm |
84 cm |
89 cm |
Lengd á bol að handvegi |
20 cm |
22 cm |
24 cm |
28 cm |
32 cm |
36 cm |
38 cm |
Lengd á ermum að handvegi |
22 cm |
24 cm |
28 cm |
32 cm |
35 cm |
38 cm |
44 cm |
Yfirvídd efst á ermum |
24 cm |
25.5 cm |
26.5 cm |
28 cm |
28 cm |
29 cm |
30 cm |
Aðferðir
Peysan er prjónuð frá bol og að hálsmáli. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Þegar ermar og bolur eru tilbúin eru ermar sameinaðar við bol og axlastykki prjónað. Fylgið teikningu fyrir úrtöku, athugið að fylgjast með athugasemdum þar sem umferðir eru mismargar eftir stærðum. Munstur byrjar á samskeitum vinstri ermar og bols.
Size Guide