Teista er falleg hneppt peysa sem hentar bæði heima fyrir og í útileguna. Hún er prjónuð úr mjúka Saga Wool garninu frá Icewear.
Stærðir XS S M L XL XXL
Yfirvídd: 92-97-101-110-115-123 cm
Lengd á bol að handvegi: 39-40-41-42-43-44 cm
Ermalengd: 45-46-47-48-49-50 cm
Efni
Saga Wool frá Icewear, 100% ull, 50 g (100 m/ 109 yd)
Aðallitur A #5130/1134: 300 g 350 g 400 g 450 g 450 g 500 g
Munsturlitur B #1134/9115: 100 g 100 g 100 g 150 g 150 g 200 g
Munsturlitur C #5190/1151: 50 g 50 g 50 g 100 g 100 g 150 g
Prjónar
Hringprjónar nr 4.5 og 5, 40 og 80 cm langir
Sokkaprjónar nr 4.5 og 5
Annað
7-7-7-8-8 tölur
Prjóna merki 5
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 18 lykkjur og 24 umferðir slétt prjón á prjóna nr 5.
Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.
Aðferðir
Peysan er prjónuð neðan frá og upp. Stroffið neðst á peysunni er prjónað fram og til baka. Eftir það er peysan er prjónuð í hring, með einlitu og tvíbanda prjóni. Peysan er einlit upp að höndum. Umferð byrjar og endar á brugðinni lykkjur á miðjum bol að framan. Lykkjur af ermum og bol eru sameinaðar í berustykki. Munstur á berustykki er prjónað með tvíbandaprjóni og úrtökum upp að hálsmáli.
Stroff neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu er prjónað; 1 L sl, 1 L br til skiptis.
Saumað er með saumavél í brugðnu lykkjurnar áður en klippt er upp á milli þeirra til að opna peysuna.
Hnappagata - og tölulistar eru prjónaðir sér og saumaðir við.