Rúrika er sumarútfærslan af Rúrý og Rúrik.
Peysan er prjónuð úr tvöföldu garni; einum þræði af Saga Mini og einum þræði af Mohair Silk, sem er alveg dásamleg blanda.
Peysa er létt, og stutt með örlítið víðum ermum, sem eru ca ¾ að lengd.
EFNI
Saga Mini frá Icewear Garn, 50 g (250 m)
Magn:
Litur A: 9002- 4008:
150 - 150 - 150 - 200 - 200 - 250 g
Litur B 9002 – 1134:
50 – 50 – 50 – 50 – 50 – 50 g
Mohair Silk frá Icewear Garn 25 g (250 m)
Magn:
Litur A: 9016-4008/01
75 – 75 – 75- 100 – 100 – 125 g
Litur B: 9016-1005/01
25 – 25 – 25 – 25 – 25 – 25 g
Einn þráður af Saga Mini og einn þráður af Mohair Silk eru prjónaðir saman.
PRJÓNFESTA
10X10 cm = 17 lykkjur og 27 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr. 4.5.
Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.
Prjónar
Hringprjónar nr. 4, 40 cm og nr. 4.5, 40 og 60-80 cm langir.
Aðferðir
Uppskriftinni fylgja leiðbeiningar til að prjóna peysuna á tvo vegu; önnur leiðin er að prjóna ofan frá og niður en hin er að prjóna neðan frá og upp.
Peysan er prjónuð í hring, með sléttu prjóni og tvíbanda prjóni. Ermarnar eru ¾ lengd og örlítið víðar.
Bolur og ermar eru einlit. Berustykkið er prjónað með tvíbanda munsturbekk.
Stroff neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu er prjónað; 1 L sl, 1 L br til skiptis.