Fífa er falleg peysa sem hentar vel við flest tilefni. Uppskriftin kemur bæði sem hneppt jakkapeysa og heilpeysa. Peysan er í einni stærð, en munstur er flókið og því hentar peysan best vönum prjónurum.
STÆRÐIR M/L hneppt M/L heil
Yfirvídd 110 cm 112 cm
Sídd bols að handvegi 42 cm 42 cm
Sídd upp á öxl 65 cm 65 cm
Ermalengd að ermakúpu 46 cm 46 cm
Handvegur 24 cm 24 cm
EFNI
Nordic Mini frá Icewear, 100% Merínóull
Mohair Mix frá Icewera, 38% mohair, 22% ull, 27% acryl, 13% nylon
3 þræðir eru notaðir saman; 2 af Mohair Mix og 1 af Nordic Mini
Magn:
Nordic Mini: 250 g 250 g
Mohair Mix: 375 g 375 g
Tölur fyrir hneppta peysu: 5 stk
PRJÓNAR
Hringprjónar nr 4 1/2 og 6, 40 og 80 cm
Sokkaprjónar nr 4 1/2 og 6
Kaðlaprjónn
PRJÓNFESTA
10 x 10 cm = 15 lykkjur og 21 umferðir í útprjóni á prjóna nr 6
AÐFERÐIR
Hneppt peysa: Bolurinn er prjónaður fram og til baka.
Heil peysa: Bolur er prjónaður í hring að handvegum, síðan fram og til baka.
Ermar eru prjónaðar í hring að ermakúpu, síðan fram og til baka.
Hálslíning er prjónuð í hring á heilli peysu.
Listar eru prjónaðir fram og til baka á hnepptri peysu.