X X

Maalia barna peysa garn og uppskrift

SKU
Maalia childrens sweater knitting kit
Uppskrift fyrir:
Vana

Maalia er virkilega falleg barnapeysa þar sem innblástur munstursins kemur frá perlukraganum á vestur grænlenska þjóðbúningnum “Nuilarmiut”. 

 

Stærðir 

1 (2) 3 (4) ára 

 

Yfirvídd ca. 58 (64) 68 (70) cm 

Lengd að framan ca. 20 (22) 24 (26) cm 

Ermalengd ca. 22 (24) 26 (28)  cm 

 

Efni 

Bamboo Wool frá Icewear, 50 % merino ull og 50 % bambus (50 g/100 m) 

 

Magn 

Litur A: #9011-2132, Sangria Red Mélange ca.  3 (3) 4 (5) dokkur 

Litur B: #9011-1000, Snow White ca. 1 (1) 1 (1)  dokkur 

Litur C: #9011-8090, Renaissance Rose ca.1 (1) 1 (1) dokka 

Litur D: #9011-2041, Shadow Grey ca. 1 (1) 1 (1) dokka 

Litur E: #9011-4003, Azure Blue ca. 1 (1) 1 (1)  dokka 

Litur F: #9011-4041, Medium Blue ca. 1 (1) 1 (1)  dokka 

 

Prjónar 

Hringprjónar nr 4 og 5, 40 og 60 cm langir 

Sokkaprjónar nr 4 og 5 

 

Prjónfesta 

10 x 10 cm = 19 lykkjur og 25 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 5. 

Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. 

 

Aðferðir 

Maalia peysan er prjónuð slétt í hring, ofan frá og niður. Tvíbanda munsturbekkur er á berustykki og neðan á ermum. Þegar búið er að prjóna berustykki er því skipt í bol og ermar. Bolur og ermar eru prjónuð í hring og eru einlit, fyrir utan tvíbanda munsturbekk fyrir ofan brugðningu á ermum. 

Stroff neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu er prjónað; 1 L sl, 1 L br. 

Skoða alla lýsingu Skoða stutta lýsingu

Velja stærð

Smelltu á mynd til að hanna eigin litasamsetningu

Velja lit
Out of Stock
Out of Stock
Out of Stock
Smella á “breyta” til að skipta um lit á garni
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
Maalia barna peysa uppskrift   + 1.000 kr

8.120 kr

Viðskiptavinir sem keyptu Maalia barna peysa garn og uppskrift keyptu einnig