X X

Aviaaja garn og uppskrift

SKU
Aviaaja knitting kit
Uppskrift fyrir:
Flinka

Aviaaja peysan er falleg peysa í yfirstærð. 

Innblástur munstursins kemur frá perlukraganum á vestur grænlenska þjóðbúningnum “Nuilarmiut”. 

 

Stærðir 

XS/S -  (M/L) -  XL/XXL 

 

Lengd að framan frá hálsmáli ca. 53 (55) 57 cm 

Yfirvídd ca. 136 (146) 156 cm 

Mitti, ummál ca. 124 (134) 144  cm 

Ermalengd ca. 37 (37) 37  cm 

 

Efni 

Alpaca Silk frá Icewear, 70 % Alpaca og 30 % 

silki (50 g/200 m) 

 

Litur A: #9009-9065, Brown  

Litur B: #9009-1000, Snow White  

Litur C: #9009-9059, Orange  

Litur D: #9009-2026, True Red  

 

Mohair Silk frá Icewear, 65 % mohair, 35 % silki (25 g/ 250 m) 

 

Litur A: #9016-9065, Brown  

Litur B: #9016-1000, Snow White  

Litur C: #9016-9059, Orange  

Litur D: #9016-2026, True Red  

  

Prjónfesta 

10 x 10 cm = 22 lykkjur og 28 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 4. 

 

Prjónar 

Hringprjónar nr 3.5 og 4, 40 og 80 cm langir 

Sokkaprjónar nr 3.5 og 4 

 

Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. 

 

Aðferðir 

Aviaaja peysan er peysa í yfirstærð sem prjónuð er ofan frá og niður með munstri á ermum og á neðri helming á bol. Peysan er prjónuð úr tvöföldu garni; úr einum þræði af Alpaca Silk og einum þræði af Mohair Silk. Fyrst er kraginn prjónaður, síðan axlirnar og þar á eftir fram - og bakstykki sem eru prjónuð fram og til baka. Fram - og bakstykki eru sameinuð fyrir neðan handveg og er bolur þá prjónaður í hring með munsturprjóni. Ermarnar eru prjónaðar í hring með munsturprjóni á lítinn hringprjón, ofan frá og niður.  

Skoða alla lýsingu Skoða stutta lýsingu

Velja stærð

Smelltu á mynd til að hanna eigin litasamsetningu

Velja lit
Out of Stock
Out of Stock
Out of Stock

29.840 kr

View pattern only
Viðskiptavinir sem keyptu Aviaaja garn og uppskrift keyptu einnig