Starling peysan á sér fyrirmynd í flugi og fjöðrum hins oft vanmetna Stara, sem er mun fegurri en vinsældir hans gefa til kynna. Á berustykkinu er innblásturinn hið svokallaða murmuration flug þar sem stórir hópar fugla fljúga sem ein heild og mynda töfrandi mynstur. Bolur, ermar og stroff byggja síðan á litbrigðum í fjaðurhami fuglsins. Hönnun: Guðlaug Svala Kristjánsdóttir
Stærðir 1, 2 (3, 4, 5) 6, 7
Yfirvídd/brjóst 95, 102 (109, 116,123) 130, 137
Berustykki (framan án stroffs) 22, 23 (24, 25, 26) 27, 27
Ummál ermar 31, 33 (35, 37, 39) 42, 45
Sídd frá handvegi 26, 27 (28, 29, 30) 31, 32
Ermalengd frá handvegi 44, 45 (46, 46, 46) 47, 47
Garn
Grunnlitur Bamboo Wool (50g/100m): (dökkgrár): 1051
Mynsturlitir Saga Mini (50g/250m) og Mohair Mix (25g/161m) prjónað saman:
A (ljós): SM 1000 og MM 1005
B (ljósblár): SM 5103 og MM 5103
C (grænn): SM 5130 og MM 5130
Magn
Grunnlitur (Bamboo Wool): 240, 260 (280, 300, 320) 340, 360 g
Saga Mini: 1 dokka af hverjum lit í öllum stærðum
Mohair Mix:
A: 1, 1 (1, 1, 1) 1, 1 dokka
B: 1, 1 (1, 2, 2) 2, 2 dokkur
C: 1, 1 (1, 2, 2) 2, 2 dokkur
Prjónar
Hringprjónar, 4mm í meginfletina og 3,5 í stroffin. Athugið að aðlaga prjónastærð að prjónfestunni ef þörf krefur.
Prjónfesta í sléttu einlitu prjóni í hring: 22 lykkjur gera 10cm.
Aðferðir
Peysan er prjónuð ofanfrá og skipt í ermar og bol að loknu berustykkinu. Byrjað er á bráðabirgðauppfit og hálslíningin, sem er hækkuð lítillega að aftan með stuttum umferðum svo flíkin sitji betur, er prjónuð í lokin. Bolurinn er prjónaður án útaukninga eða úrtöku en undir miðjum ermunum eru reglulegar úrtökur. Stroff á ermum og bol eru tvílit.
Erfiðleikastig +++
Uppskriftin hentar vönum prjónurum