Moth peysan, er innblásin af Lymantriine mölfiðrildinu. er prjónuð ofan frá og skipt í ermar og bol að loknu berustykkinu. Mynsturkaflinn í berustykkinu inniheldur útaukningar sem falla inn í myndflötinn. Bolurinn er prjónaður án útaukninga eða úrtöku en undir miðjum ermunum eru reglulegar úrtökur. Hálslíningin er prjónuð í lokin.
Garn
Mohair Silk frá Icewear garn, þrír þræði prjónaðir saman. Litirnir í peysunni á myndinni eru: 1000,1105,9055 og 9066.
Magn
Samtals 175, 190 (210, 230) 250, 265 g
Prjónastærð
Hringprjónar nr. 4 og 4.5
Sokkarprjónar nr 4 og 4.5 eða magic loop.
Prjónfesta
10 x 10 cm = 14 L og 18 umferðir
Stærðir: 1 2 3 4 5 6
Yfirvídd/brjóst: 94 - 104 - 114 - 124 - 134 - 144 cm
Berustykki (án stroffs): 25 - 26 - 27 - 28 - 29 - 30 cm
Ummál ermar: 29 - 34 - 38 - 39 - 44 - 45 cm
Sídd frá handvegi: 28 -29 - 30 - 31 - 32 - 33 cm
Ermi frá handvegi: 37 - 38 - 38 - 39 - 39 - 40 cm
Aðferðir
Peysan er prjónuð ofan frá og niður og skiptist í ermar og bol að loknu berustykkinu. Mynsturkaflinn í berustykkinu inniheldur útaukningar sem falla inn í myndflötinn. Bolurinn er prjónaður án útaukninga eða úrtöku en undir miðjum ermum eru reglulegar úrtökur. Hálslíningin er prjónuð í lokin.