Skemmtilegir sokkar sem henta afskaplega vel fyrir afgangaprjón. Nafnið á þessum sokkum gefur til kynna að það er mikið frelsi í prjónaskapnum. Hve hátt upp á kálfann sokkurinn á að ná, hve margir litir eru notaðir og svo framvegis. Það fer algjörlega eftir vali hvers og eins.
Stærðir (skóstærðir): 22-24 25-28 29-32 33-36 37-40 41-43
Lengd á sokk: 14 cm 16 cm 17 cm 19 cm 23 cm 27 cm
Ummál sokks: 14 cm 15 cm 17.5 cm 18.5 cm 19 cm 23 cm
Efni og áhöld: Artic frá Icewear garn. Ein dokka er 50 g (175 m/ 191 yd)
Litur 1: #9004-2132, 1 dokka
Litur 2: #9004-2026, 1 dokka.
Litur 3: #9004-8050, 1 dokka.
Litur 4: #9004-2009, 1 dokka.
Litur 5: #9004-1005, 1 dokka.
Athugið. Það er upplagt að nýta afgangs garn í þessa sokka. Einnig koma þeir líka vel út einlitir.
Prjónar: Sokkaprjónar nr. 2.5.
Prjónfesta: 30 lykkjur og 35 umferðir/ 10 cm í munsturprjóni á prjóna nr. 2.5.
Sokkarnir eru prjónaðir ofan frá og niður með 5 sokkaprjónum.
Munsturprjón nær allan hringinn að hæl. Hællinn er prjónaður með garðaprjóni.
Munsturprjón er ofan á rist en slétt prjón undir fæti.