X X

Þröstur garn og uppskrift

SKU
Þröstur knitting kit
Uppskrift fyrir:
Flinka

Þröstur er virkilega falleg rennd ullarpeysa sem hentar fyrir menn á öllum aldri bæði hversdags og í útileguna. 

Uppskriftinni fylgja leiðbeiningar til að prjóna peysuna á tvo vegu; önnur leiðin er hin klassíska leið til að prjóna lopapeysu þ.e. að byrja neðst og prjóna upp en hin leiðin er að byrja uppi og prjóna niður. 

 

Stærðir    XS  S  M  L  XL  XXL 

Yfirvídd:  95-100-108-113-117-126 cm 

Lengd á bol að handvegi: 38-40-42-44-46-48 cm 

Ermalengd: 49-50-51-52-53-54 cm  

 

Efni 

Saga Wool frá Icewear, 100% ull, 50 g (100 m/ 109 yd) 

Aðallitur A #9001-0101: 300 g  350 g 400 g 450 g  450 g  500 g  

Munsturlitur B #9001-4103: 100 g 100 g 100 g 150 g 150 g 200 g  

Munsturlitur C #9001-5130: 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g 150 g  

Munsturlitur D #9001-9059: 50 g  50 g  50 g  100 g 100 g 100 g  

 

Rennilás 

 

Prjónar 

Hringprjónar nr 4.5 og 5, 40 og 80 cm langir 

Sokkaprjónar nr 4.5 og 5 

 

Prjónfesta: 10 x 10 cm = 18 lykkjur og 24 umferðir slétt prjón á prjóna nr 5. 

 

Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. 

 

Aðferðir 

Stroffið neðan á bol og á hálsmáli er prjónað; 1 L sl, 1 L br til skiptis, fram og til baka en neðan á ermum er það prjónað í hring. Fyrir utan það er peysan prjónuð í hring, með sléttu prjóni og tvíbandaprjóni. Neðan á bol og ermum er munsturbekkur og þar fyrir ofan er peysan einlit upp að höndum. Munstur á axlastykki er prjónað með tvíbandaprjóni. 

Saumað er með saumavél í brugðnu lykkjurnar áður en klippt er upp á milli þeirra til að opna peysuna.  

Að lokum er rennilás saumaður í peysuna að framan. 

Skoða alla lýsingu Skoða stutta lýsingu

Velja stærð

Smelltu á mynd til að hanna eigin litasamsetningu

Velja lit
Out of Stock
Out of Stock
Out of Stock
Smella á “breyta” til að skipta um lit á garni
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
Þröstur uppskrift   + 700 kr

7.190 kr

View pattern only
Viðskiptavinir sem keyptu Þröstur garn og uppskrift keyptu einnig