Á berustykki þessarar peysu er munstur sem sækir innblástur í vængi fiðrilda, ekki stóra og litríka, heldur litla og látlausa vængi íslensku fiðrildanna sem við þekkjum svo vel. Hönnun: Guðlaug Svala Kristjánsdóttir.
Stærð 1 2 3 4 5 6
Yfirvídd/brjóst 88 96 104 112 120 128
Berustykki (án stroffs) 23 25 26 27 29 30
Ummál ermar 29 32 36 38 41 42
Sídd frá handvegi 28 30 30 32 32 34
Ermi frá handvegi 40 42 42 44 44 46
Efni:
Saga Mini (Sm) og Mohair Silk (Ms) haldið saman.
Magn (stærð 2)
Saga Mini: 3 dokkur koksgrár, 1 hvít, 1 ljósbrún, 1 grá
Mohair Silk: 2 dokkur ryðrauður, 1 grá, 1 beige.
Í stærri stærðum gæti þurft að bæta við dokkum í grunnlitunum.
Prjónar Hringprjónar, 4mm í meginfletina og 3,5mm í stroffin.
Prjónfesta í sléttu einlitu prjóni í hring: 18 lykkjur og 28 umferðir gera 10x10cm.
Aðferð
Peysan er prjónuð ofanfrá og skipt í ermar og bol að loknu berustykkinu. Mynsturkaflinn í berustykkinu inniheldur útaukningar sem falla inn í myndflötinn.