X X

Flóð ungbarnasett garn og uppskrift

SKU
Flóð ungbarnasett knitting kit
Uppskrift fyrir:
Flinka

Ungbarnasettið samanstendur af peysu, húfu, smekkbuxum, hosum og vettlingum. Settið er prjónað úr Nordic Mini sem er 100% merino ull og hentar því afar vel fyrir ungbörn í t.d. vagninn, útileguna eða innan undir kuldagallann. Uppskriftin kemur í þremur stærðum; 0-3 mán, 3-6 mán og 6-12 mán og er því tilvalið sem heimferðarsett. 

Peysa 

Stærðir  

                0-3 mán              3-6 mán       6-12 mán  

Yfirvídd:                                   48.5 cm               53.5 cm           59 cm  
Ummál á ermum:        16 cm         18.5 cm     21.5 cm  

Lengd á bol, frá handvegi:  15.5 cm                  18 cm           21 cm  

Ermalengd, frá handvegi:     16 cm                18.5 cm        21.5 cm  

 

Efni  

Nordic Mini frá Icewear Garn, 100% Merino ull 50g (235 m).  
Magn: 100-100-100 g. 

 

Prjónar  

Hringprjónar nr 2.5 (40 og 60 cm)  

Sokkaprjónar nr 2.5  

 

Prjónfesta  

30 L og 40 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr 2.5  

 

Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.  

 

Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður. Útaukningar í berustykki eru gerðar samkvæmt munsturmyndum aftast í uppskrift.  

 

Smekkbuxur 

Stærðir  

                0-3 mán              3-6 mán       6-12 mán  

Yfirvídd:                                      38 cm               41.5 cm           46 cm  
Ummál á skálmum (um læri):       18 cm            20 cm         22 cm  

Lengd á skálmum, frá klofi:      20 cm               23.5 cm        27.5 cm  

 

Efni  

Nordic Mini frá Icewear Garn, 100% Merino ull 50g (235 m).  
Magn: 50-100-100 g. 

 

Prjónar  

Hringprjónn nr 2.5 (40 cm)  

Sokkaprjónar nr 2.5  

 

Prjónfesta  

30 L og 40 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr 2.5  

 

Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.  

 

Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður. Fyrst er prjónað fram og til baka (smekkur) og svo tengt í hring (bolur). Eftir bolinn er stykkinu skipt upp í tvær skálmar. 

Húfa 

Stærðir  

                0-3 mán              3-6 mán       6-12 mán  

Yfirvídd:                                   31.5 cm               34.5 cm        34.5 cm  
 

 

Efni  

Nordic Mini frá Icewear Garn, 100% Merino ull 50g (235 m).  
Magn: 50-50-50 g. 

 

Prjónar  

Hringprjónn nr 2.5 (40 cm)  

Sokkaprjónar nr 2.5  

 

Prjónfesta  

30 L og 40 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr 2.5  

 

Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.  

 

Húfan er prjónuð neðan frá og upp og í hring. Stroffið er prjónað upp með faldprjóni svo það verður þéttara og liggur betur að höfði barnsins. Eyrun eru prjónuð út frá stroffinu í lokin. 

Hosur 

Stærðir  

                0-6 mán              6-12 mán  

Ummál um fót:                           12 cm                 13.5 cm         
 

 

Efni  

Nordic Mini frá Icewear Garn, 100% Merino ull 50g (235 m).  
Magn: 50-50 g. 

 

Prjónar  

Sokkaprjónar nr. 2 & 2.5  

 

Prjónfesta  

30 L og 40 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 2.5  

 

Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.  

 

Hosurnar eru prjónaðar frá ökkla og fram á tá, með Halldóruhæl og munstri ofan á rist. 

Vettlingar 

Stærðir  

                0-6 mán              6-12 mán  

Ummál belgs:                          10.5 cm                    12 cm         
 

 

Efni  

Nordic Mini frá Icewear Garn, 100% Merino ull 50g (235 m).  
Magn: 50-50 g. 

 

Prjónar  

Sokkaprjónar nr. 2 & 2.5  

 

Prjónfesta  

30 L og 40 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 2.5  

 

Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.  

 

Vettlingarnir eru prjónaðir frá handlegg og fram á fingur, með munstri ofan á handarbaki. Engir þumlar eru á þessum vettlingum en þeir eru hugsaðir fyrir þau allra minnstu og henta vel t.d. í vagninn. 

Skoða alla lýsingu Skoða stutta lýsingu

Velja stærð

Smelltu á mynd til að hanna eigin litasamsetningu

Velja lit
Out of Stock
Out of Stock
Out of Stock
Smella á “breyta” til að skipta um lit á garni
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
-
+

Verð

Breyta
Flóð ungbarnasett uppskrift   + 1.500 kr

8.950 kr

Viðskiptavinir sem keyptu Flóð ungbarnasett garn og uppskrift keyptu einnig