Fellsfjara við Jökulsárlón var innblástur við hönnun á þessari uppskrift. Ég er svo hrifin af íslenskri náttúru svo það var virkilega gaman að vinna þessa uppskrift.
Garn: Icewear Garn Saga wool - 50 gr dokkur - 100 m
Litur A 1000 XXS(5) XS(6), S(6), M(7), L(8), XL(9), XXL(10), 3XL(11), 4XL(12) 5XL(12)
Litur B 0101 XXS (1) XS(2), S(2), M(2), L(3), XL(3), XXL(3), 3XL(3), 4XL(3), 5XL(3)
Litur C 4119 XXS(1) XS(1), S(1), M(2), L(2), XL(2), XXL(2), 3XL(2), 4XL(2), 5XL(2)
Prjónar
Hringprjónar nr. 4 og 5, 40 og 60/80 cm eftir stærð
Sokkaprjónar nr. 4 og 5
Prjónafesta
10x10 cm = 18 lykkjur og 26 umferðir á prjóna 5mm.
Body width – Body length – Sleeve length – Sleeve width
XXS: 73 cm – 30 cm – 42 cm – 30 cm
XS: 73 cm – 32 cm – 44 cm – 33 cm
S: 80 cm – 34 cm – 46 cm – 33 cm
M: 93 cm – 36 cm – 47 cm – 33 cm
L: 106,5 cm – 38 cm – 48 cm – 36,5 cm
XL: 113 cm – 40 cm – 49 cm – 40 cm
XXL: 120 cm – 43 cm – 50 cm – 43 cm
3XL: 26,5 cm – 43 cm – 51 cm – 43 cm
4XL: 33 cm – 44 cm – 52 cm – 43 cm
5XL: 140 cm – 46 cm – 52 cm – 46,5 cm
Aðferð
Peysan er prjónuð frá bol og að hálsmáli. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Þegar ermar og bolur eru tilbúin eru ermar sameinaðar við bol og axlastykki prjónað. Fylgið teikningu fyrir úrtöku, athugið að fylgjast með athugasemdum þar sem umferðir eru mismargar eftir stærðum. Munstur byrjar á samskeitum vinstri ermar og bols.