Kría - síð lopapeysa í yfirstærð
Klassísk og falleg peysa úr mjúka Saga Wool garninu frá Icewear.
Uppskriftinni fylgja leiðbeiningar til að prjóna peysuna á tvo vegu; önnur leiðin er hin klassíska leið til að prjóna lopapeysu þ.e. að byrja neðst og prjóna upp en hin leiðin er að byrja uppi og prjóna niður.
Stærðir XS S M L XL XXL
Yfirvídd : 108-113-118-123-128-133 cm
Lengd á bol að handvegi: 50-51-52-53-54-55 cm
Ermalengd að handvegi: 46-47-48-49-50-51 cm
Efni
Saga Wool frá Icewear, 100% ull, 50 g (100 m/ 109 yd)
Aðallitur A #9066: 450 g 500 g 550 g 600 g 650 g 700 g
Munsturlitur B #9115: 100 g 100 g 100 g 150 g 150 g 150 g
Prjónar
Hringprjónar nr 4.5 og 5, 40 og 80 cm langir
Sokkaprjónar nr 4.5
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 18 lykkjur og 24 umferðir slétt prjón á prjóna nr 5.
Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.
Aðferð
Berustykkið er prjónað með tvíbanda munsturbekk.
Brugðning neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu er prjónuð með perluprjóni.