Pæja er fljótprjónuð og falleg peysa með lausum kraga, prjónuð úr Saga double á prjóna nr 6. Peysan er prjónuð neðan frá í hring og munsturprjón er eingöngu slétt og brugðið. Uppskriftin er frekar einföld og hentar því vel fyrir þá sem ekki eru reynslumiklir í prjóni.
STÆRÐIR
4 ára, 6 ára, 8 ára, 10 ára
Yfirvídd 91 cm 97 cm 103 cm 109 cm 116 cm
Bolsídd að handvegi 42 cm 43 cm 44 cm 45 cm 46 cm
Ermasídd að handvegi, dömupeysa 45 cm 46 cm 47 cm 48 cm 49 cm
Ermasídd að handvegi, herrapeysa 49 cm 50 cm 51 cm 52 cm 53 cm
EFNI
Double Saga Wool frá Icewear, 100% ull
Magn
400 g 400 g 500 g 500 g
PRJÓNAR
Hringprjónar nr 6, 40 og 60 cm langir
Sokkaprjónar nr 6
PRJÓNFESTA
10 x 10 cm = 13 lykkjur og 17 umferðir með sléttprjóni, á prjóna nr 6.
AÐFERÐ
Peysan er prjónuð í hring neðan frá og upp, með sléttprjóni og samkvæmt munsturteikningu.