Ylfingur er einföld og falleg peysa í barnastærðum, prjónuð ofan frá og niður. Saga Yrja garnið er slitsterkt og hlýtt og hentar því mjög vel í leikskóla og skólapeysur.
STÆRÐIR 98/104 110/116 122/128 134/140 146/152 158/164
Yfirvídd 78 cm 82 cm 86 cm 92 cm 98 cm 105 cm
Bolsídd frá miðju 40 cm 46 cm 51 cm 55 cm 61 cm 64 cm
Ermasídd að handvegi 28 cm 32 cm 36 cm 40 cm 44 cm 47 cm
Litur A - Aðallitur 250 g 300 g 350 g 400 g 500 g 550 g
Litur B - Litur í röndum 50 g 50 g 100 g 100 g 100 g 150 g
EFNI
Saga Yrja frá Icewear, 80% ull, 20% polyester (sprengt) og/ eða Nordic frá Icewear, 100% merinóull
Litur A - Aðallitur 250 g 300 g 350 g 400 g 500 g 550 g
Litur B - Litur í röndum 50 g 50 g 100 g 100 g 100 g 150 g
PRJÓNFESTA
10 X 10 cm = 19 lykkjur og 28 umferðir með sléttprjóni á prjóna nr 4.
AÐFERÐIR
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með sléttprjóni í hring.
ERFIÐLEIKASTIG
Uppskriftin er frekar einföld og hentar því fyrir flesta prjónara.