Stutt jakkapeysa í tvílitu klukkuprjóni, peysa sem er krefjandi og skemmtilegt að prjóna. Í þessar uppskrift er líka hægt að nota saman babywool og mohair silk frá Icewear. Athugið að velja þarf bæði Nordic mini og Mohair mix í 2 litum.
STÆRÐIR XS S M L XL
Yfirvídd 92cm 100cm 108 cm 120 cm 124 cm
Sidd frá öxl 54cm 56cm 58 cm 60 cm 62 cm
Ermavidd ofan við olnboga 16 cm 17cm 18 cm 20 cm 22 cm
EFNI
Mohair mix A 75 gr 100 gr 100 gr 125 gr 125 gr
Mohair mix B 75 gr 100 gr 100 gr 125 gr 125 gr
Nordic mini A 100 gr 100 gr 150 gr 150 gr 150 gr
Nordic mini B 100 gr 100 gr 150 gr 150 gr 150 gr
PRJÓNAR
Hringprjónn nr 3, 80 - 100 cm langur.
Hringprjónn nr 5, 80 - 100 cm langur.
Sokkaprjónar nr 3 og 5 fyrir ermar
PRJÓNFESTA
10 x 10 cm = 16 L og 36 umferðir í sléttprjóni á prjóna nr 3. Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.
AÐFERÐIR
Bolurinn er prjónaður sem eitt stykki fram og til baka að handvegi. Ermarnar eru prjónaðar í hring. Síðan eru ermar og bolur sameinuð í berustykki þar sem úrtökur fyrir handveg og V hálsmál eru gerðar samhliða. Að lokum eru teknar upp lykkjur og prjónaður listi, með hnappagötum á hægri framhlið.
Erfiðleikastig:++++