Dragonfly wing
Hönnun: Guðlaug Svala Kristjánsdóttir - @gkdottirknits
Fyrirmynd þessa sjals er fengin af makró-ljósmynd af væng drekaflugu.
Sjalið er allt prjónað með garðaprjóni, skipt upp í litakafla sem mótaðir eru með stuttum umferðum. Framan af eru umferðirnar stuttar en þær lengjast jafnt og þétt eftir því sem fram vindur, þar til að í lokin eru um 400 lykkjur á prjóninum. Sá kafli er sem betur fer ekki langur.
Skildir eru eftir amk 10 cm langir endar í hverjum litakafla fyrir sig, þ.e. bæði þegar litur er tengdur inn og slitinn frá. Þessir endar eru í lokin bundnir í kögurdúska.
Garn: Mohair Silk frá Icewear
Dusty Pink
Autumn Leaf
Lavender Frost
Chinois Green
Brillino:
Black
Mint
Rose gold
Magn: ein dokka af hverjum lit.
Stærð: Sjalið mælist ca 2 m á lengd og 60 cm á breidd.
Prjónfesta: 19L, 23U mælt í sléttu prjóni í hring gefa 10x10cm.
Prjónar: Hringprjónn, langur 3mm