Ágústa er mjúk og hlý peysa úr Bamboo Wool, frá Icewear. Garnið er blanda af merino ull og bambus . Kraginn er prjónaður sér og getur komið sér vel fyrir kulvísa. Uppskriftin er frekar auðveld í prjóni
STÆRÐIR S – M – L – xL -xxL
Yfirvídd 97 – 101 – 105 – 109 – 118 cm
Sídd á bol frá öxl 48 – 52 – 56 – 60 – 66 cm
Ermalengd (hálfsíðar) 32 – 34 – 36 – 38 - 40 cm
EFNI
Bamboo Wool, 50% merino/50% bamboo frá Icewear
Peysa:
Bamboo Wool
Litur 1: Beinhvítt nr 1000, 150 gr allar stærðir
Litur 2: Blágrænt nr 5003, 200 – 250 – 250 – 300 - 350 gr
Litur 3: Ryðrautt nr 9050 150 – 150 – 200 – 200 - 200 gr.
Kragi:
Ryðrautt nr 9050, 50 gr + afgangur af ermum
PRJÓNFESTA
18 lykkjur og 24 umferðir á prjóna nr 5 gera 10 x 10 cm
AÐFERÐ
Peysan er prjónuð neðan frá og upp. Bolur í hring að handvegi. Axlastykki fram og til baka. Ermar í hring frá bol og niður. Kragi í hring. Það eina sem sauma þarf saman er axlastykki niður við framstykki og úr verður hálsmál