Einfaldir sokkar uppskrift
Tvær uppskriftir
Einflaldir sokkar sem henta vel fyrir byrjendur í sokkaprjóni.
Fyrri uppskriftin er af einlitum sokkum með sléttprjóns hæl.
Seinni uppskriftin er af tvílitum sokkum með garðaprjóns hæl.
EFNI
Sokkagarn sem er um það bil 400 m = 100 g eða Artic frá Icewear Garn, 80% ull og 20% nylon. 50 g (175 m/ 191 yd)
Einlitir sokkar:
Magn: 100-100 g
Tvílitir sokkar:
Litur 1, magn: 50-50 g
Litur2, magn: 100-100 g
PRJÓNFESTA
10X10 cm = 30 L og 43 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 2.5.
PRJÓNAR
Sokkaprjónar nr. 2.5
AÐFERÐIR
Einlitir sokkar: Sokkarnir eru prjónaðir ofan frá og niður. Byrjað er á því að prjóna stroff og síðan er sokkurinn prjónaður með einlitu sléttu prjóni.
Tvílitir sokkar: Seinni uppskriftin er af tvílitum sokkum með garðaprjóns hæl. Sokkarnir eru prjónaðir ofan frá og niður. Byrjað er á því að prjóna stroff með snúinni, sléttri lykkju. Leggur og sokkur er einlitur og prjónað með sama lit en stroff, hæll og tá er prjónað með öðrum lit.
Size Guide