Mjöll húfa er hlý og falleg, munstruð húfa með tvöföldu uppábroti.
Stór dúskur skreytir húfuna og gefur henni nútímalegt útlit.
STÆRÐ
Ein stærð sem passar fyrir flesta fullorðna.
EFNI
Nordic frá Icewear Garn, 50 g (108 M/ 118 yd)
Litur: 9006-1000, 150 g
PRJÓNFESTA
10X10 cm = 26 lykkjur og 38 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr. 3.
Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á.
Prjónar
Sokkaprjónar nr. 3
SKAMMSTAFANIR
sl = Slétt lykkja
br = Brugðin lykkja
L = Lykkja/lykkjur
prj. = prjónið
Aðferðir
Byrjað er á því að prjóna 27 cm langt stroff sem myndar tvöfalt uppábrot. Húfan er síðan prjónuð með fallegu og fjölbreyttu munstri sem endar á úrtöku efst á toppnum. Uppskrift húfunnar er í einni stærð en auðvelt er að stækka hana eða minnka með því að nota minni eða stærri prjónastærð.