Sjalið byrjar á aðeins 5 lykkjum og er síðan prjónað eftir munsturteikningum alla leið. Útaukningar eru gerðar á sitthvorum enda og tekið er saman í miðjunni til að fá fallegt lag. Tvílitt klukkuprjón og blúnda skiptast á til að halda prjónaskapnum áhugaverðum allt til enda. Þegar búið er að prjóna eftir öllum munstrum eru jaðarlykkjur teknar upp á öllum hliðum og eru þær síðan felldar af með snúrukanti (I-cord).
Garn.
Litur A: 650 metrar Alpaca Silk.Litur 9009.
Litur B: 300 metrar MohairSilk.Litur 9014.
Litur C: 70 metrar fyrir snúrukants affellinguna.T.d. 20 gr mini hespa e.a nota tvöfalt mohair eins og lit B.
Prjónar: 80-100 cm hringprjónn nr 4. Gott er að nota auka prjón til að taka upp lykkjur á öllum hliðum sjalsins fyrir affellinguna.
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 20 lykkjur og 26 umferðir í strekktri blúndu.
10 x 10 cm = 20 lykkjur og 18 umferðir í strekktu klukkuprjóni.
Stærð á strekktu sjalinu: 210 x 140 x 165 cm