Í Icewear Magasín má fá úrval af fatnaði frá ýmsum heimsþekktum vörumerkjum, svo sem Helly Hansen, Adidas, Nike, Salewa, Asolo, Kamik og Don Cano, auk okkar eigin vörumerkis Icewear. Icewear Magasín er á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Smáralind og Laugavegi 91.
ICEWEAR
Icewear leggur metnað í að hanna og framleiða hágæða útivistarfatnað á sanngjörnu verði. Fatnaðurinn er hannaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður,en við þekkjum öll hve óáreiðanlegar aðstæður geta skapast þegar íslenska veðrið er í ham. Við hjá Icewear trúum því að útivist sé fyrir alla og að í réttum fatnaði er fólki hlýtt og líður vel. Þín útivist, þín vellíðan er okkar lífsspeki.
Skoðaðu Icewear fatnað
HELLY HANSEN
Helly Hansen er 140 ára gamalt sænskt fatamerki. Upphaf Helly Hansen má rekja aftur til þess þegar frumkvöðullinn Helly Juell Hansen hannaði tímamótavöru sem verndaði sjómenn fyrir hrikalegri veðráttu á sjónum, þegar hann fékk þá hugmynd að olíutjarga efnið. Í dag er Helly Hansen leiðandi vörumerki í skíðaíþróttinni, hjá sjómönnum og er með góðar vörur til að klæðast í íslenskri veðráttu, hvort sem leiðin liggur upp á fjöll, niður í fjöru og hvar sem er á milli þessara tveggja öfga.
Helly Hansen vörur
SALEWA
Salewa trúir því að á fjöllum sýni fólk sitt sanna sjálf og sækir innblástur sinn til Dólómítafjallanna, þar sem fyrirtækið á höfuðstöðvar. Merkið býður upp á allan búnað sem þarf til fjallamennsku, hvort sem fólk ætlar að stunda klettaklifur, svifflug, skíði eða göngur. Salewa býður upp á heimsklassa útivistarvörur, sem enginn verður svikinn af.
Skoðaðu skeljar fyrir konur
ADIDAS
Adidas þarf ekki að kynna fyrir neinum, en Icewear Magasín er eina verslunin á Íslandi sem selur Adidas originals vörurnar. Adidas framleiðir streetwear, jafnt sem hágæða íþróttafatnað og margar heimsþekktar íþróttastjörnur ganga í Adidas.
Skoðaðu hettupeysur
ASOLO
Asolo er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1946 og leggur metnað sinn í að framleiða hágæða skó með fullkominni blöndu af hefðum, gæðum og nýsköpun. Vörumerkið Asolo varð síðan til árið 1975 þegar það fann upp fyrstu gönguskóna sem voru gerðir úr Cordura, sem breytti ekki eingöngu skómarkaðnum heldur hvernig útivistarskór voru gerðir. Stuttu síðar kom önnur sprengja frá þeim þegar þeir settu á markað fyrstu Gore-Tex skóna. Það er óhætt að segja að Asolo eru fremstir á sínu sviði og að þú munir ekki verða fyrir vonbrigðum með skó frá þeim.
Kíktu á Asolo skó fyrir karla
NIKE
Nike er leiðandi vörumerki sem veitir öllum íþróttamönnum heims innblástur og nýsköpun. Ef þú ert með líkama, þá ertu íþróttamaður og endurspeglast það í fötunum þeirra.
Skoða grunnlag fyrir konur
DON CANO
Don Cano tröllreið íslenska markaðnum á níunda áratugnum og vart mátti finna mannsbarn sem var ekki í Don Cano galla, allt frá litlum krökkum til Vigdísar forseta. Nýja línan er unisex og skartar flottum og þægilegum fötum, úlpum, húfum, hönskum, vestum og fleiru. Loforð Don Cano er að nota efni sem skaða ekki móður náttúru og jafnframt lofar Don Cano að fötin séu saumuð af fólki sem er stolt af vinnunni sinni. Þessi loforð skila sér alla leið í flíkurnar sem eru einstaklega fallegar, vel saumaðar og úr góðum efnum. Þvílík upplifun að skoða allar þessar vörur á einum stað.
Skoða fatnað fyrir karla
Það er mikil upplifun að versla hjá Icewear Magasín, þar sem úrvalið er gríðarlegt og finna má hágæða vörur frá ýmsum heimsþekktum vörumerkjum sem henta í alla útivist, en einnig íþróttavörur og "streetwear".
Á Laugavegi 91 er búðin á þremur hæðum þar sem hver hæð hefur sinn eigin sjarma. Í kjallaranum finnur þú streetwear og íþróttafatnað. Á jarðhæðinni er mikið úrval af alls kyns ullarvörum og auðvelt að týnast í þjóðlegri stemningu, en þar er jafnframt mikið úrval af fatnaði fyrir börn. Á leiðinni upp á aðra hæð má finna frábæra Don Cano fatnaðinn sem fyllti alla fataskápa á Íslandi á níunda áratugnum og er nú loksins fáanlegur aftur, nema flottari ef eitthvað er. Efsta hæðin er síðan stútfull af útivistarvörum, hvort sem þig vantar fatnað, skó, tjöld, bakpoka, eða annan búnað. Þú finnur það allt hjá Icewear Magasin. Á efstu hæðinni má einnig finna outlet og þar má jafnan gera mjög góð kaup.
Icewear Magasín leggur metnað sinn í að bjóða upp á fatnað, skó og útivistarbúnað sem lætur þér líða vel. Kíktu til okkar, við tökum vel á móti þér.